Endurreisn býður fram á Fljótsdalshéraði

askell einarsson sigadEndurreisn – listi fólksins er nýtt framboð á Fljótsdalshéraði sem Áskell Einarsson, bóndi í Eiðaþinghá, leiðir. Slagorð Listans er „Við gerum allt fyrir alla, en meira fyrir suma (með fyrirvara um efndir)".

„Endurreisn er samstaða óflokksbundinna einstaklinga sem vilja sjá ákvarðanir teknar af þeim er afleiðingum taka," segir í kynningu á Facebook-síðu flokksins.

Meðal stefnumála listans er að taka á skuldum sveitarfélagsins þannig að hvorki það, stofnanir né fyrirtæki í þess eigu skuldsetji sig fyrir hærri fjárhæð en sem nemur 75% af tekjum sveitarfélagsins. Þá verði þjónusta og rekstur boðin út og verkefnum útvistað til að lágmarka skattbyrði íbúa.

Endurreisnin vill reisa fjölnota fimleikahöll, fækka fastanefndum, að íbúar kjósi um forgangsröðun framkvæmda, áhaldahúsi bæjarins verði breytt í nýsköpunar- og fræðslumiðstöð, dregið verði úr umhirðu opinna svæða á Egilsstöðum með beit og að afturkalla leyfi fyrir langbylgjumastrinu á Eiðum, svo dæmi séu nefnd.

Listann skipa:

1. Áskell Gunnar Einarsson, bóndi
2. Lilja Hafdís Óladóttir, bóndi
3. Bylgja Dröfn Jónsdóttir, leiðbeinandi
4. Guðrún Agnarsdóttir, bóndi
5. Örvar Már Jónsson, verkamaður
6. Erlingur Hjörvar Guðjónsson, rafvirki
7. Agnar Benediktsson, bóndi
8. Guðjón Einarsson, bóndi
9. Arinbjörn Árnason, bóndi og bifreiðastjóri
10. Benedikt Arnórsson, bóndi
11. Bragi S. Björgvinsson, bóndi
12. Rögnvaldur Ragnarsson, bóndi
13. Árni Sigurður Jónsson, bifvélavirki
14. Rúnar Guðmundsson, bóndi
15. Óli Stefánsson, fyrrverandi bóndi

Áskell Einarsson. Mynd: SigAð

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.