Skip to main content

Andrés og Sóley gefa kost á sér áfram í sveitarstjórn

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 14. maí 2014 10:14Uppfært 15. maí 2014 11:22

andres skulason crop
Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps, fer fyrir F-lista framfara á Djúpavogi. Sóley Dögg Birgisdóttir gefur einnig kost á sér áfram í sveitarstjórn.


Andrés og Sóley Dögg skipuðu fyrsta og fjórða sætið á Nýlistanum sem bauð einn fram árið 2010 og fékk þar af leiðandi fimm menn kjörna. Albert Jensson, Þórdís Sigurðardóttir og Sigurður Ágúst Jónsson ganga nú úr sveitarstjórn.

Nýlistinn bauð fyrst fram 2002, náði þá inn þremur mönnum og felldi meirihluta Framtíðarlistans. Listarnir buðu einnig báðir fram árið 2006 en þá fékk Nýlistinn fjóra menn.

Listinn er þannig skipaður:

1. Andrés Skúlason, forstöðumaður
2. Sóley Dögg Birgisdóttir, bankastarfsmaður
3. Kristján Ingimarsson, fiskeldisfræðingur
4. Þorbjörg Sandholt, grunnskólakennari
5. Sigurjón Stefánsson, stjórnarformaður
6. Berta Björg Sæmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur
7. Sigurður Ágúst Jónsson, sjómaður
8. Ingibjörg B Gunnlaugsdóttir, grunnskólakennari
9. Magnús Kristjánsson, bæjarverkstjóri
10. Þór Vigfússon, myndlistarmaður