Arnbjörg leiðir Sjálfstæðismenn á Seyðisfirði

arnbjorg sveins des13Arnbjörg Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar og fyrrverandi þingmaður, er efst á lista Sjálfstæðisflokksins á Seyðisfirði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Konur skipa fjögur efstu sætin á listanum.

Í öðru sæti er Margrét Guðjónsdóttir, formaður bæjarráðs. Flokkurinn á þrjá menn í bæjarstjórn en þriðji bæjarfulltrúinn, Daníel Björnsson, gefur ekki kost á sér til setu áfram.

Listinn er þannig skipaður:

1. Arnbjörg Sveinsdóttir, sjálfstætt starfandi
2. Margrét Guðjónsdóttir, verslunareigandi og kennari
3. Svava Lárusdóttir, kennari
4. Íris Dröfn Árnadóttir, lögfræðingur
5. Sveinbjörn Orri Jóhannsson, stýrimaður
6. Adolf Guðmundsson, framkvæmdastjóri
7. Páll Þór Guðjónsson, framkvæmdastjóri
8. María Michaelsdóttir Töczik, húsmóðir
9. Viktor Heiðdal Andersen, starfsmaður HSA
10. Árni Elísson, tollvörður
11. Dagný Erla Ómarsdóttir, íþróttafræðingur
12. Jóhann Petur Danielsson Vest, nemi
13. Ragnar Mar Konráðsson, starfsmaður Alcoa
14. Daníel Björnsson, fjármálastjóri

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.