Elfa Hlín efst hjá Seyðisfjarðarlistanum

elfa hlin webElfa Hlín Pétursdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú, verður í forsvari fyrir Seyðisfjarðarlistann, nýtt framboð á Seyðisfirði. Í kynningu frá listanum, sem fengið hefur listabókstafinn L, segir að hann sé hópur af fólki sem vilji leggja samfélaginu á Seyðisfirði lið, óháð flokkapólitík.

Stefnumál flokksins hafa ekki verið kynnt formlega en í vinnunni hefur verið talað um gegnsæja stjórnsýslu, aukið íbúalýðræði, samstarf og upplýsingagjöf auk annarra hefðbundinna mála. Konur eru í þremur efstu sætum listans.

Listinn er svohljóðandi:

1. Elfa Hlín Pétursdóttir, verkefnastjóri
2. Þórunn Hrund Óladóttir, kennari
3. Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri
4. Kolbeinn Agnarsson, sjómaður
5. Guðjón Egilsson, sjómaður
6. Símon Þór Gunnarsson, stóriðjutæknir
7. Halla Dröfn Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur
8. Arna Magnúsdóttir, meistaranemi
9. Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, leikskólaliði
10. Guðjón Már Jónsson, tæknifræðingur
11. Garðar Garðarsson, verkfræðingur
12. Bára Mjöll Jónsdóttir, fjarnámsstjóri
13. Hilmar Eyjólfsson, eldri borgari
14. Jóhann Sveinbjörnsson, fyrrverandi bæjargjaldkeri

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.