Gengið frá starfslokum Jóns Pálssonar hjá Austurbrú

austurbru logoGengið hefur verið frá starfslokasamningi milli Austurbrúar og Jóns Pálssonar sem gegnt hefur starfi fulltrúa markaðsmála hjá stofnuninni í ár.

„Austurbrú gerði starfslokasamkomulag við Jón. Um þetta samkomulag ríkir trúnaður og ég mun því ekki tjá mig frekar um þetta mál að öðru leyti en því að honum eru þökkuð góð störf í þágu Austurbrúar," segir í svari Jónu Árnýjar Þórðardóttur, starfandi framkvæmdastjóra Austurbrúar, við fyrirspurn Austurfréttar.

Jón tók við starfinu af Árnýju Bergsdóttur um mánaðarmótin í byrjun júní í fyrra. Hann hefur fyrst og fremst starfað með ferðaþjónustuaðilum á svæðum. Hann þakkaði þeim fyrir samstarfið í tölvupósti í dag.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.