Skip to main content

Norðfjarðargöng: Framvinda eykst á ný Eskifjarðarmegin

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 16. maí 2014 18:59Uppfært 16. maí 2014 19:00

mai16052014 1Þegar um 20% hafa verið grafin af Norðfjarðargöngum er áhrifa setlagsins Eskifjarðarmegin loksins hætt að gæta og hægt að hefja fulla vinnslu á ný.


Þrátt fyrir að setlagið hafi horfið upp úr þekjunni nokkrum dögum áður, þá var bergfleygurinn undir því enn of þunnur til að bera uppi þungann af 6-7 metra þykku setinu, svo nauðsynlegt var að halda áfram með styttri færur og miklar styrkingar.

Það var því létt yfir mönnum þegar sprengdar voru fullar færur í byrjun vikunnar. Vonandi verður góður gangur næstu vikurnar.

Í Fannardal hægðist heldur á framvindunni, þegar blágrænt setbergslag, um 3 m á þykkt kom niður úr þekjunni. Neðsti hluti þess var þéttur að sjá, en ofar var setbergið lagskipt og veikburða og er full ástæða til að styrkja lagið vel.

Mynd 1: Jarðfræðingur Metrostav kortleggur jarðfræðina Eskifjarðarmegin.
Mynd 2: Mælingamaður Metrostav mælir form ganganna með mikilli nákvæmni.
Mynd 3: Steypubíll með sprautusteypu bakkar í gegnum steypubogasvæðið Eskifjarðarmegin.
Mynd 4: Í Fannardal kom lagskipt, grænblátt setbergslag niður úr þekju. Lagið kallar á auknar styrkingar, en ekki er búist við að þess gæti lengi.

Ljósmyndir: Ófeigur Örn Ófeigsson/Hnit verkfræðistofa hf.

mai16052014 2mai16052014 3mai16052014 4