Ragnar Sigurðsson nýr formaður FOSA: „Ætlum að efla hagsmunabaráttu"

fosa stjorn 2014Ragnar Sigurðsson var kjörinn formaður Félags opinberra starfsmanna á Austurlandi (FOSA) á aðalfundi félagsins fyrri skemmstu. Hann segir mikilvægt að efla hagsmunabaráttu félagsins, efla menntunarsjóði og auka sýnileika félagsins.

„Það er mikilvægt að efla hagsmunabaráttu félagsins og auka sýnileika þess og þar með verður félagið aðgengilegra fyrir okkar félagsmenn sem auðveldar alla hagsmunabaráttu."

Ragnar tekur við af Árbirni Magnússyni sem verið hefur formaður undanfarin tvö ár. „

„Við munum kynna nýja heimasíðu í haust með orlofsvef sem ætti að auðvelda félagsmönnum aðgengið að þeim góðu kostum sem við höfum í orlofsmálum" segir Ragnar. Hann segir mikinn kraft vera í nýrri stjórn sem skipað er reynslumiklu fólki og það fyrsta sem bíður er að ljúka við gerð kjarasamnings fyrir starfsfólk sveitarfélaga.

Aðrir í stjórn: Hafsteinn Ólason, Jóna Gunnarsdóttir, Linda Bragadóttir, Bjarney Emilsdóttir, Hefna Björnsdóttir og Andrea Borgþórsdóttir .

Ragnar er ekki ókunnugur FOSA þar sem hann hefur starfað fyrir félagið við lögfræðilega ráðgjöf og setið í samninganefnd félagsins..

Frá vinstri: Linda Bragadóttir, Hrefna Björnsdóttir, Ragnar Sigurðsson, Andrea Borgþórsdóttir, Bjarney Emilsdóttir, Jóna Gunnarsdóttir. Hafstein Ólason vantar á myndina. Mynd: FOSA

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.