Jens Garðar: Sýnist ekki að siglingar Norrænu til Eskifjarðar verði að veruleika

jens gardar x2014Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, telur ólíklegt að hugmyndir Smyril-Line um að flytja siglingar ferjunnar Norrænu til Seyðisfjarðar verði að veruleika. Frambjóðendur segja að ekki verði ráðist í hafnarframkvæmdir fyrir ferjuna nema arðsemi af þeim verði tryggð.

Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á framboðsfundi á Stöðvarfirði í gær. Spurt var hvernig hugsanlegar hafnarframkvæmdir yrðu fjármagnaðar og hvort peningarnir yrðu teknir af annarri þjónustu í Fjarðabyggð.

„Það er kýrskýrt í hafnarnefnd að ekki verður farið í verkefnið nema það verði arðsamt," sagði Ævar Ármannsson, sem sæti á í hafnarstjórn og svaraði fyrir Fjarðalistann

Undir það tók Jón Björn Hákonarson, oddviti framsóknarmanna. „Það er rétt að framkvæmdunum fylgir kostnaður. Fjarðabyggð fer ekki í verkið nema fjárhagslegur grundvöllur sé fyrir því. Við tökum ekki peninga frá annarri þjónustu."

Ævar, Jón Björn og Jens Garðar Helgason, oddviti Sjálfstæðismanna, ítrekuðu allir að erindi Smyril-Line hefði komið þeim mjög á óvart. „Við viljum að þetta skip hafi sínar stöðvar á Seyðisfirði," sagði Jón Björn.

Ævar bætti því þó við að hann teldi Fjarðabyggð hafa valið „vitlausa nálgun" á málið. „Ég gagnrýndi það strax. Við áttum að setja málið alfarið á Smyril-Line. Norræna hefur ekki komið til okkar með neina skýrslu, ekki unnið vinnuna sína."

Jens Garðar sagði beiðni Norrænu byggjast á því að óhagkvæmt væri að flytja gáma með ferjunni. Það leiddi til þess að tap væri af Íslandssiglingunum átta mánuði á ári.

„Til að bæta úr því vilja þeir selja vetrarferðamönnum ferðir með ferjunni en þeir treysta ekki rútunni yfir Fjarðarheiðina. Það er hægt að deila um rútukosti en það er ekki okkar að hugsa um," sagði Jens.

Hann lýsti efasemdum sínum um að af siglingunum myndi verða. „Ég veit ekki hvar þetta mál endar en boltinn er núna hjá Smyril-Line. Ég hef tilfinningu fyrir því að þetta verði líklega ekki að veruleika. Mér sýnist ekki eins og staðan er núna."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.