Fjarðabyggð: Arion-banki stakk okkur í bakið

eidur ragnarsson mai2014Bæjarfulltrúar í Fjarðabyggð saka Arion-banka um hafa svikið heiðursmannasamkomulag í tengslum við sölu á Hafnargötu 6 á Reyðarfirði. Þeir hafi verið í viðræðum um kaupin en frétt það svo utan úr bæ að eigin væri seld.

„Þegar kom að því að reyna að leysa til sín eignir BM Vallár fór af stað mikið samningsferli. Skipulagsstjóri vann í málunum og taldi sig hafa í hendi samning við Arion. Morguninn eftir fréttir hann úti á næsta götuhorni að eignirnar hafi verið seldar. Þarna vorum við stungnir í bakið," sagði Eiður Ragnarsson, varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins.

Málið kom til umræðu á framboðsfundi á Reyðarfirði í gærkvöldi. Húsið er í miðbæ Reyðarfjarðar, gegnt verslunar- og þjónustukjarnanum Molanum. Í því er Gámaþjónusta Austurlands með móttöku og flokkun endurvinnsluefna.

Jens Garðar Helgason, oddviti Sjálfstæðismanna studdi mál Eiðs. „Það var búið að gera heiðursmannasamkomulag við Arion-banka um að selja ekki öðrum á meðan viðræðum við sveitarfélagið stæði. Það sveik bankinn."

Jens sagðist þekkja sambærilegt dæmi frá Eskifirði þar sem sveitarfélagið hefði reynt að kaupa húseignir sem áður tilheyrði Hraðfrystihúsi Eskifjarðar af fjárfestingabanka en endað á að kaupa þær af aðila sem gengið hefði inn í kaupin á meðan viðræðum stóð.

Mál Hafnargötu 6 er nú til meðferðar hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindmála en íbúar á Reyðarfirði töldu starfsemina ekki samræmast aðalskipulagi Fjarðabyggðar sem er frá árinu 2007. HAUST gaf út starfsleyfi eftir deiliskipulagi frá árinu 1999.

„Það er ekki ásættanlegt að sjö ár líði frá aðalskipulagi til deiliskipulags en ég kenni engum um það," sagði Elvar Jónsson oddviti Fjarðalistans.

Bæði hann og Eiður sögðu miður að kæran hefði verið lögð fram en það ferli væri eitt af þeim úrræðum sem íbúar hefðu teldu þeir á sér brotið.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.