Fjórir af fimm hreppsnefndarmönnum viku vegna vanhæfis
Fjórir af fimm hreppsnefndarmönnum í Fljótsdal þurftu á einhverjum tímapunkti að víkja sæti vegna vanhæfis á síðasta fundi á meðan teknar voru fyrir styrkbeiðnir sem þeir tengdust á einhvern hátt.Jóhann F. Þórhallsson, varaoddviti, vék fyrstur þegar tekin var fyrir styrkbeiðni Félags skógarbænda vegna Skógardagsins mikla.
Anna Bryndís Tryggvadóttir bættist svo í hópinn þegar tekin var fyrir umsókna hennar og manns hennar og bróður Jóhanns, Hallgríms Þórhallssonar um umhverfisstyrk
Þegar þau komu aftur vék Lárus Heiðarsson á meðan tekin var fyrir umsókn hans um umhverfisstyrk og loks vék oddvitinn sjálfur, Gunnþórunn Ingólfsdóttir, en hún sótti einnig um umhverfisstyrk.
Allir fengu úthlutað hámarks umhverfisstyrk en skógarbændur fengu 100.000 krónur til að halda Skógardaginn.
Gunnþórunn Ingólfsdóttir, oddviti Fljótsdalshrepps. Mynd: GG