Deiliskipulagið er í pólitísku uppnámi: Var ekki afgreitt í neinum flýti
Umræður um legu Nesgötu við væntanlegan leikskóla á Neseyri voru fyrirferðamiklar á framboðsfundi í Neskaupstað á föstudagskvöld. Sjálfstæðismenn fylgdu þar eftir nýjum hugmyndum um að setja umferð um götuna í stokk.„Stokkurinn kostar um helming þess sem kostar að færa götuna og göngubrúin um tuttugu milljónir," sagði Jens Garðar Helgason, oddviti Sjálfstæðismanna.
Nesgötumálið hefur verið eitt af helstu deilumálum síðustu bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. Hún liggur á milli grunnskólans og væntanlegs leikskóla.
Fjarðalistinn hefur barist fyrir því að gatan verði færð niður fyrir leikskólann í nafni umferðaröryggis en það kostar um 100 milljónum meira en að hafa hana á núverandi stað auk þess sem það hefur verið talið hamla stækkunarmöguleikum skólans.
Á fundinum dreifðu frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins umhverfisteikningum þar sem gatan var sett í stokk á svæðinu en einnig með göngubrú yfir.
Glæsilegar myndir en ekkert annað
„Eins og á mörgu öðru frá Sjálfstæðisflokknum þá eru hér glæsilegar myndir en ekki neitt annað. Engar tölur, enginn texti, ekki neitt," sagði Elvar Jónsson, oddviti Fjarðalistans.
Hann efaðist um kostnaðartölur Jens Garðars en sagðist þó reiðubúinn að skoða hugmyndina um stokkinn ef þær væru réttar. Hann áréttaði þó fyrri stefnu Fjarðalistans um að vegurinn ætti ekki að liggja á milli skólanna.
Elvar sagði bæjarstjórnina hafa verið sammála um að byggja átta deila leikskóla frekar en sex en ágreiningurinn stæði um legu Nesgötunnar. Tillaga að deiliskipulagi með hana á milli skólanna var samþykkt í bæjarstjórn í vetur með sex atkvæðum meirihlutans gegn þremur atkvæðum Fjarðalistans.
Elvar hélt því fram að með útspili sjálfstæðismanna væri „deiliskipulagið í pólitísku uppnámi. Ég er hræddur um að það yrði fellt í dag," sagði Elvar og bætti við að ef Fjarðalistinn kæmist í meirihluta yrði „ekki skipulagslegt klúður" á svæðinu.
Gengur ekki að skipta um deiliskipulag mánaðarlega
Einar Már Sigurðarson, Fjarðalistanum, var einnig um efnis um hugmyndirnar um stokkinn. „Það er enginn flokkur með jafn mikla loforðarunu og Sjálfstæðisflokkurinn. Það er spurning hvort síðasta skoðanakönnun hafi ekki aðeins bætt í hana," sagði Einar Már.
Í könnunum hefur Fjarðalistinn mælst stærstur og virst ætla að vinna mann af Sjálfstæðisflokki. Einar Már sló þó ekki stokkinn út af borðinu, á hugmyndina mætti „stökkva ef kostnaðurinn væri ekki óheyrilegur."
Einar Már sagði „hringlandahátt" í skipulagsmálum ekki ganga upp. „Það gengur ekki upp að menn samþykki deiliskipulag einn mánuðinn og þann næsta komi önnur tillaga þannig menn þurfi að taka það upp, þótt þessi tillaga sé vissulega til bóta."
Hvað á bæjarstjórn að gera þegar bara koma fjórar athugasemdir?
Jens Garðar svaraði því til að „sérstakt" væri að heyra Fjarðalistann tala um hringlandahátt. „Ég man ekki eftir að nokkurn Fjarðalistamann tala um þessi mál þegar fyrst voru teknar ákvarðanir um leikskólann. Þá var enginn að tala um veg niður fyrir skólann."
Framsóknarmennirnir sögðu að deiliskipulagið hefði „ekki farið á neinu hraði" í gegnum stjórnkerfið. „Það er búið að vera undir síðan árið 2006," sagði oddvitinn Jón Björn Hákonarson.
Eiður Ragnarsson benti á að skipulagið hefði farið í gegnum hefðbundið ferli þar sem íbúum hefði gefist kostur á að koma athugsemdum á framfær. „Það bárust fjórar athugasemdir, þar af snérist ein um legu vegarins. Hvað eiga kjörnir fulltrúar þá að gera?" sagði Eiður.
Eitt að fá hugmyndina, annað að samþykkja hana
Gjaldskrá almenningssamgangna var einnig til umræðna á Norðfirði. Kerfið er svæðaskipt sem leiðir til þess að eftir því sem menn ætla að ferðast lengra þurfa menn að greiða hærra gjald. Fulltrúar Fjarðalistans hafa hins vegar talað fyrir því að Fjarðabyggð öll verði sama gjaldsvæðið.
„Að fá svona hugmynd er býsna alvarlegt en að samþykkja hana er enn verra," sagði Einar Már.
„Úr því við köllum þetta almenningssamgöngur finnst okkur að þetta verði að vera eitt gjaldsvæði. Þetta snýst ekki um peninga heldur jafnrétti," sagði Elvar.
Hvað ætlar Fjarðalistinn að segja við Mjófirðinga um jafnrétti?
Jens Garðar tók ekki undir þá fullyrðingu. „Því hefur verið haldið fram að kostnaðurinn við þetta hafi ekki verið reiknaður út en ég lét gera það. Ef reiknað er með miðgildi þá kostar þetta 35-40 milljónir en við lággildi, þar sem allir borga lægsta gjald, er kostnaðurinn 80 milljónir.
Ég spyr hvort þetta sé það sem við viljum nota peningana í? Ég vil frekar lækka álögur á íbúana almennt."
Jens minnti á kerfið væri ekki einangrað heldur hluti af Strætisvögnum Austurlands. „Þær almenningssamgönguræður sem haldnar voru hér og á Stöðvarfirði voru ekki haldnar á Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði og Eskifirði. Hér hentar að selja að þetta sé hinn illi meirihluti að mismuna íbúum. Og hvað ætlar Fjarðalistinn að segja við Mjófirðinga þegar þeir fara að tala um jafnrétti við þá?"
Einnig var rætt um skólpmál í Neskaupstað sem framboðin voru sammála um að gera þyrfti stórátak í. Í það verkefni þurfi reyndar að ráðast í sveitarfélaginu öllu og kosti í heildina milljarði króna. Betra væri að vinna það heildstætt fremur en ráðast í smáskammtalækningar.
Á fundinum dreifðu frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins umhverfisteikningum þar sem gatan var sett í stokk á svæðinu en einnig með göngubrú yfir.
Glæsilegar myndir en ekkert annað
„Eins og á mörgu öðru frá Sjálfstæðisflokknum þá eru hér glæsilegar myndir en ekki neitt annað. Engar tölur, enginn texti, ekki neitt," sagði Elvar Jónsson, oddviti Fjarðalistans.
Hann efaðist um kostnaðartölur Jens Garðars en sagðist þó reiðubúinn að skoða hugmyndina um stokkinn ef þær væru réttar. Hann áréttaði þó fyrri stefnu Fjarðalistans um að vegurinn ætti ekki að liggja á milli skólanna.
Elvar sagði bæjarstjórnina hafa verið sammála um að byggja átta deila leikskóla frekar en sex en ágreiningurinn stæði um legu Nesgötunnar. Tillaga að deiliskipulagi með hana á milli skólanna var samþykkt í bæjarstjórn í vetur með sex atkvæðum meirihlutans gegn þremur atkvæðum Fjarðalistans.
Elvar hélt því fram að með útspili sjálfstæðismanna væri „deiliskipulagið í pólitísku uppnámi. Ég er hræddur um að það yrði fellt í dag," sagði Elvar og bætti við að ef Fjarðalistinn kæmist í meirihluta yrði „ekki skipulagslegt klúður" á svæðinu.
Gengur ekki að skipta um deiliskipulag mánaðarlega
Einar Már Sigurðarson, Fjarðalistanum, var einnig um efnis um hugmyndirnar um stokkinn. „Það er enginn flokkur með jafn mikla loforðarunu og Sjálfstæðisflokkurinn. Það er spurning hvort síðasta skoðanakönnun hafi ekki aðeins bætt í hana," sagði Einar Már.
Í könnunum hefur Fjarðalistinn mælst stærstur og virst ætla að vinna mann af Sjálfstæðisflokki. Einar Már sló þó ekki stokkinn út af borðinu, á hugmyndina mætti „stökkva ef kostnaðurinn væri ekki óheyrilegur."
Einar Már sagði „hringlandahátt" í skipulagsmálum ekki ganga upp. „Það gengur ekki upp að menn samþykki deiliskipulag einn mánuðinn og þann næsta komi önnur tillaga þannig menn þurfi að taka það upp, þótt þessi tillaga sé vissulega til bóta."
Hvað á bæjarstjórn að gera þegar bara koma fjórar athugasemdir?
Jens Garðar svaraði því til að „sérstakt" væri að heyra Fjarðalistann tala um hringlandahátt. „Ég man ekki eftir að nokkurn Fjarðalistamann tala um þessi mál þegar fyrst voru teknar ákvarðanir um leikskólann. Þá var enginn að tala um veg niður fyrir skólann."
Framsóknarmennirnir sögðu að deiliskipulagið hefði „ekki farið á neinu hraði" í gegnum stjórnkerfið. „Það er búið að vera undir síðan árið 2006," sagði oddvitinn Jón Björn Hákonarson.
Eiður Ragnarsson benti á að skipulagið hefði farið í gegnum hefðbundið ferli þar sem íbúum hefði gefist kostur á að koma athugsemdum á framfær. „Það bárust fjórar athugasemdir, þar af snérist ein um legu vegarins. Hvað eiga kjörnir fulltrúar þá að gera?" sagði Eiður.
Eitt að fá hugmyndina, annað að samþykkja hana
Gjaldskrá almenningssamgangna var einnig til umræðna á Norðfirði. Kerfið er svæðaskipt sem leiðir til þess að eftir því sem menn ætla að ferðast lengra þurfa menn að greiða hærra gjald. Fulltrúar Fjarðalistans hafa hins vegar talað fyrir því að Fjarðabyggð öll verði sama gjaldsvæðið.
„Að fá svona hugmynd er býsna alvarlegt en að samþykkja hana er enn verra," sagði Einar Már.
„Úr því við köllum þetta almenningssamgöngur finnst okkur að þetta verði að vera eitt gjaldsvæði. Þetta snýst ekki um peninga heldur jafnrétti," sagði Elvar.
Hvað ætlar Fjarðalistinn að segja við Mjófirðinga um jafnrétti?
Jens Garðar tók ekki undir þá fullyrðingu. „Því hefur verið haldið fram að kostnaðurinn við þetta hafi ekki verið reiknaður út en ég lét gera það. Ef reiknað er með miðgildi þá kostar þetta 35-40 milljónir en við lággildi, þar sem allir borga lægsta gjald, er kostnaðurinn 80 milljónir.
Ég spyr hvort þetta sé það sem við viljum nota peningana í? Ég vil frekar lækka álögur á íbúana almennt."
Jens minnti á kerfið væri ekki einangrað heldur hluti af Strætisvögnum Austurlands. „Þær almenningssamgönguræður sem haldnar voru hér og á Stöðvarfirði voru ekki haldnar á Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði og Eskifirði. Hér hentar að selja að þetta sé hinn illi meirihluti að mismuna íbúum. Og hvað ætlar Fjarðalistinn að segja við Mjófirðinga þegar þeir fara að tala um jafnrétti við þá?"
Einnig var rætt um skólpmál í Neskaupstað sem framboðin voru sammála um að gera þyrfti stórátak í. Í það verkefni þurfi reyndar að ráðast í sveitarfélaginu öllu og kosti í heildina milljarði króna. Betra væri að vinna það heildstætt fremur en ráðast í smáskammtalækningar.