Skip to main content

Fjarðabyggð leggur áherslu á Samgöng

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 27. maí 2014 21:15Uppfært 27. maí 2014 21:16

nordfjardargong bomba 0027 webBæjarstjórn Fjarðabyggðar vill að skoðaðir verði betur kostir þess að rjúfa Seyðisfjarðar með svokölluðum Samgöngum. Norðfjarðargöng teljast fyrsti áfanginn í þeirri framkvæmd.


Þetta kemur fram í athugasemd bæjarstjórnar við fjögurra ára samgönguáætlun og var fylgt eftir á framboðsfundum í sveitarfélaginu í síðustu viku.

Með Samgöngunum yrði borað áfram yfir í Mjóafjörð og síðan Seyðisfjörð og síðan tengt upp á Fljótsdalshérað.

„Næsta verk er að tengja norður eftir. Það verður stærsta framfaramál fjórðungsins," sagði Jón Björn Hákonarson, oddviti Framsóknarmanna.

Í bókun bæjarstjórnarinnar segir að með Samgöngunum „sé Mið-Austurland allt tengt saman í eitt atvinnu- og þjónustusvæði fjórðungnum til heilla næstu áratugi."

„Við virðum rétt núverandi bæjaryfirvalda Seyðisfjarðarkaupstaðar til að hafa sína skoðun en við áskiljum okkur rétt á að benda á möguleikann og hann sé ekki full rannsakaður," sagði Jón Björn.

Einar Már Sigurðsson, Fjarðalistanum, sagðist hafa barist lengi fyrir Samgöngum en taldi ekki rétt að fara að „munnhöggvast við Seyðfirðinga á opinberum vettvangi um hvað við teljum best fyrir þá.

Við eigum að vera samherjar hér í sveitastjórnunum fyrir austan en ekki berjast gegn hverju öðru. Það er komið meira en nóg af því."