Framboðsfundir á Seyðisfirði og Djúpavogi
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 29. maí 2014 12:10 • Uppfært 30. maí 2014 09:36
Íbúar á Seyðisfirði og í Djúpavogshreppi standa fyrir framboðsfundum í dag. Þar gefst kjósendum tækifæri á að bera fram spurningar til framboðanna.
Fundurinn á Seyðisfirði hefst klukkan 17:00 og fer fram í Herðubreið. Þar eru þrjú framboð: Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Seyðisfjarðarlistinn.
Fundurinn á Djúpavogi hefst klukkan 20:00 og fer fram í Löngubúð. Þar bjóða fram Framfaralistinn, sem byggir á grunni Nýlistans og Óskalistinn, sem er nýtt framboð.