Jakob oddviti fékk flest atkvæði á Borgarfirði

borgarfjordur eystriJakob Sigurðsson, oddviti Borgarfjarðarhrepps, fékk flest atkvæði í kosningum til sveitarstjórnar þar. Arngrímur Viðar Ásgeirsson og Helgi Hlynur Ásgrímsson koma þar nýir inn í sveitastjórn. Varpa þurfti hlutkesti um síðasta sætið.

Á kjörskrá voru 102. Atkvæði greiddu 62 eða 60,78%. Einn seðill var auður.

Atkvæði féllu þannig:

Jakob Sigurðsson 43 atkvæði
Ólafur A. Hallgrímsson 39 atkvæði
Jón Þórðarson 34 atkvæði
Arngrímur Viðar Ásgeirsson 23 atkvæði
Helgi Hlynur Ásgrímsson 19 atkvæði

Varpa þurfti hlutkesti um fimmta sætið sem Helgi Hlynur vann. Ekki fæst uppgefið hver var næstur inn.

Varamenn:
1. Helga Erla Erlendsdóttir 22 atkvæði
2. Björn Aðalsteinsson 22 atkvæði
3. Bryndís Snjólfsdóttir 23 atkvæði
4. Hólmfríður J. Lúðvíksdóttir 26 atkvæði
5. Jóna Björg Sveinsdóttir 24 atkvæði

Tveir voru jafnir í fimmta sætið og vann Jóna Björg hlutkestið.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.