Skip to main content

Fljótsdalur: Eiríkur Kjerúlf kosinn aðalmaður í hreppsnefnd eftir hlutkesti

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 31. maí 2014 20:55Uppfært 31. maí 2014 21:27

fljotsdalur sudurdalurVarpa þurfti hlutkesti til að fá úr því skorið hverjir yrðu aðalmenn í hreppsnefnd Fljótsdalshrepps. Eiríkur J. Kjerúlf, sem kemur nýr inn í hreppsnefndina, hafði þar betur gegn Magnhildi Björnsdóttur.


Á kjörskrá voru 64 einstaklingar, 41 karl og 23 konur. Af þeim greiddu 48 atkvæði eða 75%.

Atkvæði féllu þannig:
Gunnþórunn Ingólfsdóttir 36 atkvæði
Jóhann Þorvarður Ingimarsson 36 atkvæði
Lárus Heiðarsson 35 atkvæði
Anna Jóna Árnmarsdóttir 29 atkvæði
Eiríkur J. Kjerúlf 18 atkvæði

Varamenn:
1. Magnhildur Björnsdóttir, 25 atkvæði sem aðalmaður og fyrsti varamaður
2. Gunnar Gunnarsson, 13 atkvæði sem aðalmaður og 1. – 2. varamaður.
3. Eyjólfur Yngvason 13 atkvæði sem aðalmaður og 1. -3. varamaður.
4. Anna Bryndís Tryggvadóttir, 13 atkvæði sem aðalmaður og 1. – 3. varamaður
5. Egill Gunnarsson, 14 atkvæði sem aðalmaður 1. – 4. varamaður

Eyjólfur vann hlutkesti gegn Önnu Bryndísi um sæti þriðja varamanns.