Skip to main content

Seyðisfjörður: Sjálfstæðisflokkurinn náði þriðja manni á tveimur atkvæðum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 31. maí 2014 21:39Uppfært 31. maí 2014 23:25

seydisfjordur april2014 0006 webSex atkvæði skilja að listana þrjá sem buðu fram á Seyðisfirði. Sjálfstæðisflokkurinn tapar töluverði fylgi en heldur sínum þriðja manni á tveimur atkvæðum.


Framsóknarflokkurinn: 138 atkvæði, 32,5%, 2 fulltrúar
Sjálfstæðisflokkurinn: 144 atkvæði, 34%, 3 fulltrúar
Seyðisfjarðarlistinn: 142 atkvæði, 33,5%, 2 fulltrúar

Kjörsókn 80,92%
Atkvæði alls: 437
Auðir seðlar og ógildir: 13

Framsóknarflokkurinn bætir við sig 10 prósentustiga fylgi frá kosningunum 2010 en Sjálfstæðisflokkurinn tapar rúmum 7 prósentustigum. Seyðisfjarðarlistinn bauð ekki fram þá en Samfylking og Vinstrihreyfingin - grænt framboð fengu þá 35,5%. 

Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur mynda meirihluta í sveitarfélaginu. Ekki er um breytingu á fulltrúafjölda þeirra að ræða.

Bæjarfulltrúar

Sjálfstæðisflokkur

Arnbjörn Sveinsdóttir
Margrét Guðjónsdóttir
Svava Lárusdóttir

Framsóknarflokkur
Vilhjálmur Jónsson
Unnar B. Sveinlaugsson

Seyðisfjarðarlistinn
Elfa Hlín Pétursdóttir
Þórunn Hrund Óladóttir