Seyðisfjörður: Sjálfstæðisflokkurinn náði þriðja manni á tveimur atkvæðum

seydisfjordur april2014 0006 webSex atkvæði skilja að listana þrjá sem buðu fram á Seyðisfirði. Sjálfstæðisflokkurinn tapar töluverði fylgi en heldur sínum þriðja manni á tveimur atkvæðum.

Framsóknarflokkurinn: 138 atkvæði, 32,5%, 2 fulltrúar
Sjálfstæðisflokkurinn: 144 atkvæði, 34%, 3 fulltrúar
Seyðisfjarðarlistinn: 142 atkvæði, 33,5%, 2 fulltrúar

Kjörsókn 80,92%
Atkvæði alls: 437
Auðir seðlar og ógildir: 13

Framsóknarflokkurinn bætir við sig 10 prósentustiga fylgi frá kosningunum 2010 en Sjálfstæðisflokkurinn tapar rúmum 7 prósentustigum. Seyðisfjarðarlistinn bauð ekki fram þá en Samfylking og Vinstrihreyfingin - grænt framboð fengu þá 35,5%. 

Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur mynda meirihluta í sveitarfélaginu. Ekki er um breytingu á fulltrúafjölda þeirra að ræða.

Bæjarfulltrúar

Sjálfstæðisflokkur

Arnbjörn Sveinsdóttir
Margrét Guðjónsdóttir
Svava Lárusdóttir

Framsóknarflokkur
Vilhjálmur Jónsson
Unnar B. Sveinlaugsson

Seyðisfjarðarlistinn
Elfa Hlín Pétursdóttir
Þórunn Hrund Óladóttir

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.