Skip to main content

Vopnafjörður: Framsókn hafði þriðja manninn á fjórtán atkvæðum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 31. maí 2014 21:48Uppfært 01. jún 2014 17:03

vopnafjordur 02052014 0004 webFjórtán atkvæði skildu að B-lista framsóknarmanna og Ð-lista Betra Sigtúns á Vopnafirði sem tryggði Framsóknarmönnum þrjá fulltrúa í sveitarstjórn.


Framsóknarflokkurinn: 178 atkvæði, 38,7%, 3 fulltrúar
K-listi félagshyggju: 118 atkvæði, 25,7%, 2 fulltrúar
Betra Sigtún: 164 atkvæði, 35,7%, 2 fulltrúar

Kjörsókn 87,8%
Heildaratkvæði: 476
Auðir seðlar 14
Ógildir: 2

Framsóknarflokkurinn bætir við sig tæpu prósentustigi frá síðustu kosningum en K-listi tapar tæpum 10 prósentustigum. Ekki verður breyting á fulltrúafjölda listanna.

Sjálfstæðisflokkur og Nýtt afl buðu fram þá og fóru í meirihlutasamstarf með framsóknarmönnum en þeir listar tóku ekki þátt nú. Ljóst er að mynda þarf nýjan meirihluta í Vopnafjarðarhreppi.

Bæjarfulltrúar

Framsóknarflokkurinn
Bárður Jónasson
Hrund Snorradóttur
Magnús Róbertsson

K-listi félagshyggju
Eyjólfur Sigurðsson
Sigríður Elva Konráðsdóttir

Betra Sigtún
Stefán Grímur Rafnsson
Friðrik Óli Atlason