Vopnafjörður: Framsókn hafði þriðja manninn á fjórtán atkvæðum

vopnafjordur 02052014 0004 webFjórtán atkvæði skildu að B-lista framsóknarmanna og Ð-lista Betra Sigtúns á Vopnafirði sem tryggði Framsóknarmönnum þrjá fulltrúa í sveitarstjórn.

Framsóknarflokkurinn: 178 atkvæði, 38,7%, 3 fulltrúar
K-listi félagshyggju: 118 atkvæði, 25,7%, 2 fulltrúar
Betra Sigtún: 164 atkvæði, 35,7%, 2 fulltrúar

Kjörsókn 87,8%
Heildaratkvæði: 476
Auðir seðlar 14
Ógildir: 2

Framsóknarflokkurinn bætir við sig tæpu prósentustigi frá síðustu kosningum en K-listi tapar tæpum 10 prósentustigum. Ekki verður breyting á fulltrúafjölda listanna.

Sjálfstæðisflokkur og Nýtt afl buðu fram þá og fóru í meirihlutasamstarf með framsóknarmönnum en þeir listar tóku ekki þátt nú. Ljóst er að mynda þarf nýjan meirihluta í Vopnafjarðarhreppi.

Bæjarfulltrúar

Framsóknarflokkurinn
Bárður Jónasson
Hrund Snorradóttur
Magnús Róbertsson

K-listi félagshyggju
Eyjólfur Sigurðsson
Sigríður Elva Konráðsdóttir

Betra Sigtún
Stefán Grímur Rafnsson
Friðrik Óli Atlason

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.