Skip to main content

Fljótsdalshérað: Meirihlutinn heldur en Sjálfstæðisflokkurinn tekur mann af Héraðslistanum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 31. maí 2014 22:25Uppfært 02. jún 2014 10:57

egilsstadir 04052013 0001 webMeirihluti Framsóknarflokks og Á-lista á Fljótsdalshéraði heldur. Sjálfstæðisflokkurinn vinnur mann af Héraðslistanum. Litlu munar að þriðji maður Á-lista felli út þriðja mann Framsóknar sem tapar nokkru fylgi.


Á listi: 442 atkvæði, 26,2%, 2 fulltrúar
Framsóknarflokkur: 460 atkvæði, 27,3%, 3 fulltrúar
Sjálfstæðisflokkur: 371 atkvæði, 22,0%, 2 fulltrúi
Endurreisnin: 51 atkvæði, 3%.
Héraðslistinn: 361 atkvæði, 21,4%, 2 fulltrúar

Auðir seðlar 70
Ógildir 11

Á kjörskrá voru 2532. 1766 greiddu atkvæði. Kjörsókn var 69,7%

Þriðja mann Á-lista vantar nítján atkvæði til að fella út þriðja mann Framsóknarflokksins. 

Kjörsókn fyrir fjórum árum var 75%. Framsóknarflokkur og Héraðslisti tapa um 100 atkvæðum, hvort framboð. Framsóknarflokkurinn tapar 5,5 prósentustigum af sínu fylgi en Á-listinn bætir við 3 prósentustigum og um 50 atkvæðum. 

Héraðslistinn tapar 5,6 prósentustigum en Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig 5 prósentustigum. Endurreisnin bauð ekki fram síðast.

Framsóknarflokkurinn heldust stöðu sinni sem stærsti flokkurinn en tapar umtalsverðu fylgi. Héraðslistinn fer úr því að vera næst stærstur í að vera minnstur. Á-listinn er næst stærstur, skammt frá framsókn.

Bæjarfulltrúar

Framsóknarflokkur
Stefán Bogi Sveinsson
Gunnhildur Ingvarsdóttir
Páll Sigvaldason

Á-listi
Gunnar Jónsson
Sigrún Harðardóttir

Sjálfstæðisflokkur
Anna Alexandersdóttir
Guðmundur Kröyer

Héraðslistinn
Sigrún Blöndal
Árni Kristinsson