Djúpivogur: Framfaralistinn fékk sex atkvæðum meira en Óskalistinn
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 31. maí 2014 23:08 • Uppfært 31. maí 2014 23:09
F – listi framfara fær meirihlutann í sveitarstjórn Djúpavogshrepps á næsta kjörtímabili. Sex atkvæði skildu hann frá Óskalistanum en listarnir tveir voru einir í framboði.
Óskalistinn 129 atkvæði, 48,9%, 2 fulltrúar
Framfaralistinn: 135 atkvæði, 51,1%, 3 fulltrúar
319 voru á kjörskrá
Atkvæði greiddu 266 eða 83,4%.
Auðir og ógildir 2
Nýlistinn bauð einn fram í síðustu kosningum. Úr sitjandi sveitarstjórn héldu áfram Andrés Skúlason oddviti og Sóley Dögg Birgisdóttir á lista Framfaralista. Þar var Kristján Ingimarsson þriðji maður.
Sveitarstjórnarmenn Óskalistans eru Rán Freysdóttir og Kári Snær Valtingojer.