Rúmur helmingur Breiðdælinga vill sameinast öðru sveitarfélagi

bdalsvik hh1Naumur meirihluti Breiðdælingar vill sameinast öðru sveitarfélagi, ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem gerð var samhliða sveitarstjórnarkosningunum á laugardag. Fjarðabyggð virðist álitlegast sameiningarkosturinn.

Spurt var hvort menn vildu að Breiðdalshreppur sameinaðist öðru sveitarfélagi. Já sögðu 43 eða 51,2% en nei 30 eða 35,7%. Auðir seðlar voru 11 talsins eða 13%.

Eins voru menn beðnir að meta hvaða sameiningarkost þeir teldu vænlegastan. Flestir völdu Fjarðabyggð, 31 eða 36,9%.

Auðir seðlar voru 24 eða 28,6%. Fleiri skiluðu auðu heldur en völdu Fljótsdalshérað 21 eða 21,4% eða Djúpavoghrepp sem voru aðeins 5 eða 6%. Þeir möguleikar voru þó í boði á seðlinum.

Eins voru auðar línur þar sem menn gátu valið sér sveitarfélag til að sameinast. Þrír skrifuðu Fljótsdalshrepp og aðrir þrír vildu sameina allt Austurland.

Atkvæði voru ekki talin í sameiningarkosningunni fyrr en seinni partinn í dag. Talning gekk hægt í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag og lauk henni ekki fyrr en klukkan fimm á sunnudagsmorgun.

Kosið var óhlutbundinni kosningu í hreppnum í fyrsta sinn frá árinu 1974 og voru margir sem fengu 1-2 atkvæði. Einn úr kjörstjórninni sat einnig í henni þá.

Á kjörskrá voru 152 en aðeins 84 greiddu atkvæði eða 55,3%.

Mynd: Hákon Hansson

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.