Betra Sigtún og K-listi í formlegar meirihlutaviðræður
Liðsmenn Betra Sigtúns ákváðu á félagsfundi í gær að fara í formlegar viðræður við K-lista félagshyggju um myndun nýs meirihluta í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps.„Það er ekki kominn neinn tími á fyrsta fund en hann verður væntanlega í kvöld eða á morgun," segir Stefán Grímur Rafnsson, oddviti Betra Sigtúns.
Hann segir að á fundinum hafi verið farið yfir helstu áherslur Betra Sigtúns í meirihlutaviðræðunum. „Við eigum ágæta samleið með K-listanum. Stefnuskrár allra framboðanna fyrir kosningarnar voru mjög líkar. Þetta snýst um að hafa hlutina á hreinu.
Við leggjum til dæmis áherslu á breytta stjórnsýslu og hvernig verður staðið að auglýsingu og ráðningu sveitarstjóra."