Viðræðum slitið á Héraði: Fannst eðlilegast að kanna hug annarra

xb fherad x14Framsóknarflokkurinn á Fljótsdalshéraði hefur lagt fram hugmyndir um samstarf allra flokka í bæjarstjórn. Þar með er viðræðum flokksins við Á-lista um áframhaldandi meirihlutasamstarf lokið. Oddviti Framsóknar segir listann nú bíða eftir viðbrögðum hinna.

„Viðræðurnar voru komnar á þann stað að menn voru ekki fyllilega sáttir við það sem þeir sáu á pappírunum. Okkur fannst því eðlilegast að kanna hug annarra og tilkynntum að við myndum ræða við fulltrúa annarra flokka," segir Stefán Bogi Sveinsson, oddviti Framsóknarflokksins.

„Við ræddum við fulltrúa allra flokka í gærkvöldi og sendum síðan út tillögu á oddvita um upplegg að samstarfi allra flokka í bæjarstjórn. Við bíðum eftir viðbrögðum við henni. Menn sögðust vilja hugsa málið."

Gunnar Jónsson, oddviti Á-listans, sagði í samtali við Austurfrétt í morgun að Framsóknarmenn ætluðu sér að halda lykilnefndum en láta aðra hafa afganginn. Skipan í nefndir hafi verið ásteytingarsteinninn.

Aðspurður segir Stefán að Framsóknarmenn hafi ekki verið sáttir við „upplegg varðandi verkaskiptingu, hvernig menn sáu fyrir sér starfið í nefndum og annað."

Framsóknarmenn telji sig hafa sent „sanngjörn upplegg" í hugmyndum sínum til hinna framboðanna. „Við höfum gert ákveðnar kröfur í viðræðum við Á-listann miðað við okkar stefnuskrá og það sem við lögðum upp með í kosningabaráttunni. Við vildum meðal annars láta reyna á hvort það næðist samstaða allra flokka um samstarf."

Stefán Bogi segist ekki vera tilbúinn til að fara „nákvæmlega ofan í" þær kröfur gerðar voru. „Það voru ákveðnar kröfur um forsvar á málaflokkum sem eru okkur mikilvægir út frá okkar stefnumálum."

Stefán Bogi segir menn ekki vera búna að ákveða hvað þeir geri ef aðrir listar hafni tilboðinu. „Þá leitum við annarra leiða."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.