Anna Alexanders: Við heyrum í einhverjum seinni partinn í dag

xd fherad x2014Anna Alexandersdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Fljótdalshéraði, segir flokkinn skoða alla möguleika á meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn með opnum hug. Farið verður yfir hugmyndir Framsóknarmanna um samstarf allra lista í bæjarstjórn síðar í dag og sömuleiðis möguleikann á áframhaldandi viðræðum við Á-listann.

„Við erum opin fyrir að skoða þessi mál, svo framarlega sem samstarfsgrundvöllur er fyrir hendi og gott samstarf á milli flokkanna," segir Anna.

Framsóknarmenn slitu í gær meirihlutaviðræðum við Á-listann og sendu oddvitum Sjálfstæðisflokks og Á-lista drög að samstarfssamningi allra framboða.

Aðspurð segist Anna ekki hafa „haft tök á að skoða það almennilega" en það verði gert síðar í dag. „Við erum opin á að skoða hlutina."

Efstu menn D-lista hittast á fundi eftir hádegið þar sem næstu skref verða ákveðin. „Við heyrum í einhverjum seinni partinn í dag."

Sjálfstæðismenn hafa einnig rætt við Á-listann um myndun meirihluta. „Við ætlum að hittast aftur og skoða málin. Það voru bara þreifingar," segir Anna um fund listanna í gærkvöldi.

Slíkur meirihluti krefðist þátttöku Héraðslistans en flokkarnir hafa tvo menn hver í bæjarstjórninni en Framsóknarflokkur þrjá. Anna segist aðeins hafa rætt stuttlega við fulltrúa Héraðslistans í síma.

Hún segir að tíðindin af meirihlutaslitunum ekki hafa komið sérstaklega mikið á óvart. „Mér fannst þetta taka langan tíma þannig að símtalið kom ekkert mjög svo á óvart þegar ég fékk það."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.