Fimm milljónir í atvinnuátak ungmenna í Fjarðabyggð

pall bjorgvin gudmundsson 2012 skorinBæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti á síðasta fundi sínum allt að fimm miljóna króna framlag í atvinnuátak ungs fólks. Bæjarstjórinn segir vilja til að styðja við ungmenni sem séu að taka sín fyrstu skref á almennum vinnumarkaði.

Framlagið fer til Þjónustumiðstöðvar Fjarðabyggðar til að ráða ungmenni sem fædd eru árin 1996 og 1997 og eru enn án atvinnu.

„Það er vilji hjá sveitarfélaginu til að útvega 17 og 18 ára krökkum vinnu. Þau eru að þróa sig áfram á almennum vinnumarkaði en eru ekki lengur í vinnuskólanum," segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar.

Sveitarfélagið hefur áður staðið að sambærilegu átaki og fjármagn til þess hafi verið dekkað innan ramma fjárhagsáætlunar. Ívið fleiri ungmenni séu nú án vinnu og því hafi þurft að bæta í. Um er að ræða 10-15 störf.

„Þetta hefur alltaf komið upp en fjöldinn er misjafn á hverju sumri. Sveitarfélagið hefur lagt sig fram um að útvega þessum ungmennum vinnu þannig þau hafi eitthvað fyrir stafni um sumarið. Við lítum á þetta hafi forvarnagildi. Sveitarfélagið hefur alltaf lagt sig fram um að útvega þessum ungmennum vinnu."

Ráðningartíminn er til tveggja mánaða. Ungmennin munu sinna ýmsum verkefnum, sérstaklega í umhverfismálum og léttu viðhaldi.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.