Skip to main content

Fljótsdalshérað: Ætla að halda áfram viðræðum um myndun meirihluta

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 11. jún 2014 17:16Uppfært 11. jún 2014 17:17

x14 heradslistiÁ-listi, Sjálfstæðisflokkur og Héraðslistinn ætla að halda áfram viðræðum um myndun meirihluta í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs. Flokkarnir funduðu í fyrsta sinn saman í dag um myndun meirihlutans.


„Það kom ekkert sérstakt út úr fundinum. Við ræddum ákveðin mál og svo sjáum við til," segir Sigrún Blöndal, oddviti Héraðslistans.

Helsta niðurstaðan virðist því vera að flokkarnir þrír ætla að halda áfram viðræðum. „Við erum alla veganna ekki hætt því.

Það er ekki ljóst hvenær við hittumst næst en næstu skref er að við reynum að tala meira saman."