Héraðslisti byrjar með forseta bæjarstjórnar: Málefnasamningur kynntur síðar

x14 heradslistiSigrún Blöndal, oddviti Héraðslistans, byrjar sem forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs í nýjum meirihluta Á—lista, Héraðslista og Sjálfstæðisflokks sem endanlega var myndaður í morgun.

Austurfrétt greindi frá því í gærkvöldi að meirihlutasamkomulagið væri að mestu í höfn en tilkynning þess efnis var ekki send fjölmiðlum fyrr en í hádeginu.

Sigrún verður forseti bæjarstjórnar fyrstu tvö árin og á þeim tíma á Héraðslistinn áheyrnarfulltrúa í bæjarráði.

Fulltrúi Héraðslistans skiptir síðan á báðum stöðum við fulltrúa Sjálfstæðisflokks að þeim tíma liðnum.

Gunnar Jónsson, oddviti Á-lista, verður áfram formaður bæjarráðs.

Í tilkynningu segir að málefnasamningur liggi fyrir og hafi verið ræddur í félögunum sem standa að baki framboðunum. Efni hans verði kynntur síðar í vikunni.

„Nánari upplýsingar um áherslur og hugmyndir í samstarfi framboðanna verður kynnt í tengslum við fyrsta bæjarstjórnarfund," segir í tilkynningunni en búið er að ganga frá skiptingu í nefndir.

„Fulltrúar allra lista, sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn, hafa samið við Björn Ingimarsson bæjarstjóra um áframhaldandi störf."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.