Skip to main content

Héraðslisti byrjar með forseta bæjarstjórnar: Málefnasamningur kynntur síðar

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 16. jún 2014 13:10Uppfært 16. jún 2014 13:23

x14 heradslistiSigrún Blöndal, oddviti Héraðslistans, byrjar sem forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs í nýjum meirihluta Á—lista, Héraðslista og Sjálfstæðisflokks sem endanlega var myndaður í morgun.


Austurfrétt greindi frá því í gærkvöldi að meirihlutasamkomulagið væri að mestu í höfn en tilkynning þess efnis var ekki send fjölmiðlum fyrr en í hádeginu.

Sigrún verður forseti bæjarstjórnar fyrstu tvö árin og á þeim tíma á Héraðslistinn áheyrnarfulltrúa í bæjarráði.

Fulltrúi Héraðslistans skiptir síðan á báðum stöðum við fulltrúa Sjálfstæðisflokks að þeim tíma liðnum.

Gunnar Jónsson, oddviti Á-lista, verður áfram formaður bæjarráðs.

Í tilkynningu segir að málefnasamningur liggi fyrir og hafi verið ræddur í félögunum sem standa að baki framboðunum. Efni hans verði kynntur síðar í vikunni.

„Nánari upplýsingar um áherslur og hugmyndir í samstarfi framboðanna verður kynnt í tengslum við fyrsta bæjarstjórnarfund," segir í tilkynningunni en búið er að ganga frá skiptingu í nefndir.

„Fulltrúar allra lista, sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn, hafa samið við Björn Ingimarsson bæjarstjóra um áframhaldandi störf."