Hrund Snorra fékk flestar útstrikanir á Vopnafirði
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 19. jún 2014 15:21 • Uppfært 19. jún 2014 15:21
Hrund Snorradóttir, sem skipaði annað sætið á lista Framsóknarmanna og óháðra í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum á Vopnafirði fékk flestar útstrikanir af frambjóðendum í sveitarfélaginu.
Hrund fékk tólf útstrikanir eða frá um 6,7% kjósenda flokksins. Um 15-20% kjósenda lista þarf til að röð frambjóðenda breytist.
Útstrikanir á listanum voru alls sextán en strikað var yfir nöfn þriggja frambjóðenda í viðbót.
Á lista K-lista félagshyggju fengu tveir frambjóðendur hvor sína útstrikunina.