Uta kyrrsett í Mjóeyrarhöfn

mjoeyrarhofn suralsskipFlutningaskipið Uta hefur verið kyrrsett í Mjóeyrarhöfn. Umboðsaðili skipsins segir um gamla skuld að ræða sem sé óviðkomandi núverandi rekstraraðilum eða Alcoa sem það er í flutningum fyrir.

„Skipið er kyrrsett vegna eldri skulda sem komu til áður en það kom inn í það verkefni sem er núna og er Alcoa og Thorships Cargo óviðkomandi með öllu," segir Karl Harðarson, framkvæmdastjóri og eigandi Thorships sem er umboðsaðili skipsins á Íslandi.

Skipið var kyrrsett seinni part miðvikudags áður en það átti að láta úr höfn og halda til Rotterdam í Hollandi. Karl segir skuldirnar tilkomnar eftir siglingar skipsins í Asíu hjá fyrri rekstraraðila. Krafan sem skipið er kyrrsett út á kemur erlendis frá.

„Við erum þolendur en ekki gerendur í þessu og getum lítið gert. Það er ekki kyrrsetning á vöru eða öðru slíku."

Karl segir að næstu skref verði að losa skipið sem hann vonast til að verði um helgina. Skipið er gert út af hollensku skipafélagi sem sér um flutninga fyrir Alcoa í Norður-Evrópu og er eitt af fimm skipum sem ganga í þeim siglingum til Mjóeyrar.

Skipið er smíðað árið 2005 og skráð í Antígvu og Barbúda.

Úr Mjóeyrarhöfn. Mynd: Austurfrétt/Gunnar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.