Afmælismessa Egilsstaðakirkju á sunnudag

egilsstadakirkja 0032 webFrú Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, predikar í afmælismessu Egilsstaðakirkju sem haldin verður á sunnudag. Fjörutíu ár voru í byrjun vikunnar frá því kirkjan var vígð.

Kirkjan, sem teiknuð var af Hilmari Ólafssyni arkitekt, var vígð þann 16. janúar árið 1974. Fram að því hafði helgihald á Egilsstöðum farið fram í grunnskólanum auk þess sem messað var í kirkjunni í Vallanesi, en Egilsstaðir tilheyrðu Vallanessprestakalli allt fram til ársins 2011 þegar Egilsstaðaprestakall varð til.

Á sunnudag klukkan 14:00 verður síðan hátíðarmessa í kirkjunni. Þar munu prestar Egilsstaðaprestakalls, séra Jóhanna I. Sigmarsdóttir sóknarprestur og sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir, ásamt sr. Davíð Baldurssyni prófasti í Austurlandsprófastdæmi, þjóna fyrir altari.

Sérstakur heiðursgestur verður sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson, en hann þjónaði Egilsstaðakirkju allt frá árinu 1976 þar til hann lét af störfum árið 2010.

Að messu lokinni verður boðið upp á messukaffi í safnaðarheimilinu þar sem farið verður yfir sögu kirkjunnar. Allir eru velkomnir.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.