Uta enn í höfn en farmurinn farinn úr landi

uta mjoeyri oliFlutningaskipið Uta, sem kyrrsett var í Mjóeyrarhöfn í síðustu viku vegna skulda, er þar enn. Farmur skipsins er hins á leið á áfangastað.

Þetta staðfesti Karl Harðarson, forstjóri Thorships, umboðsaðila skipsins hérlendis, í samtali við Austurfrétt í hádeginu.

Farmur skipsins var ál frá Alcoa Fjarðaáli sem fara átti til Rotterdam í Hollandi. Annað skip var fengið til að koma og sækja farminn og er á leið á áfangastað.

Uta er hins vegar enn í Mjóeyrarhöfn og verður væntanlega næstu daga. Skipið var kyrrsett síðastliðinn miðvikudag vegna skulda þýsks eiganda félagsins eftir siglingar í Asíu. „Það er mál sem þarf að leysast í Þýskalandi," sagði Karl.

Þær eru hins vegar Thorships og Fjarðaáli óviðkomandi. Skipið hefur verið frá síðasta hausti verið í leigu hjá hollensku skipafélagi sem sinnir flutningum fyrir Alcoa í Norður-Evrópu.

Mynd: Óli Stefánsson

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.