Sátu hjá við ráðningu bæjarstjóra

pall bjorgvin gudmundsson 2012 skorinMinnihluti Fjarðalistans í bæjarstjórn Fjarðabyggðar sat hjá þegar ákveðið var að ráða Pál Björgvin Guðmundsson áfram sem bæjarstjóra. Fulltrúar listans vonast samt eftir góðu samstarfi við hann.

Gengið var frá ráðningunni á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar fyrir viku. Tillaga um ráðninguna var lögð fram af Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki sem mynda meirihluta.

Í bókun sem Elvar Jónsson, lagði fram fyrir hönd Fjarðalistans, segir að fulltrúar listans telji „eðlilegt að meirihlutinn einn gangi frá ráðningu hans" þar sem ráðningin nú sé hluti af meirihlutasamkomulaginu.

„Bæjarfulltrúar Fjarðalistans vænta áframhaldandi góðs samstarf við Pál Björgvin Guðmundsson."

Páll Björgvin hefur gegnt embættinu frá árinu 2010. Hann er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði og MBA gráðu með áherslu á fjármál sveitarfélaga. Hann var áður fjármálastjóri Fjarðabyggðar árin 2004-2008.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.