Gunnþórunn áfram oddviti í Fljótsdal

tota vidivollum april14Gunnþórunn Ingólfsdóttir verður áfram oddviti Fljótsdælinga. Kosið var í helstu embætti á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar.

Gunnþórunn hefur verið oddviti frá árinu 2002 en oddvitinn sinnir einnig daglegum rekstri skrifstofu sveitarfélagsins í fullu starfi.

Varaoddviti leysir hana af en það verður á þessu kjörtímabili Lárus Heiðarsson.

Kosið var í helstu nefndir og ráð Fljótsdælinga á hreppsnefndarfundinum í síðustu viku en á vegum hreppsins starfa byggingar- og skipulagsnefnd, kjörstjórn, fjallskilanefnd, landbótasjóður og ferðamálanefnd.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.