Vilja að byrjað verði á Seyðisfjarðargöngum 2016
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 25. jún 2014 17:48 • Uppfært 26. jún 2014 10:51
Bæjarstjórn Seyðisfjarðar vill að byrjað verði á framkvæmdum við Seyðisfjarðargöng árið 2016. Til þess þarf að tryggja fjármagn í rannsóknir þannig að þeim ljúki í tæka tíð.
Þetta kemur fram í áskorun sem samþykkt var á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar í síðustu viku. Rannsóknir á Fjarðarheiði eru hafnar en bæjastjórnin vill að tryggt verði nægt fjármagn þannig að þeim verði lokið á þremur árum eða fyrr.
„Framtíðarmöguleikar byggðarlagsins velta á samgöngubótum með Seyðisfjarðargöngum undir Fjarðarheiði," segir í áskoruninni.
„Bæjarstjórn skorar á stjórnvöld að sjá til þess að Seyðisfjarðargöng verði inni á fyrsta tímabili samgönguáætlunar með upphaf framkvæmda árið 2016."