Auglýst eftir sveitarstjóra á Vopnafirði
Hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps hefur samþykkt að auglýsa starfs sveitarstjóra laust til umsóknar. Tillaga þess efnis var samþykkt á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar í síðustu viku.Sömuleiðis var samþykkt að semja við fráfarandi sveitarstjóra, Þorstein Steinsson, að gegna starfinu tímabundið á meðan auglýst verður eftir arftakanum.
Þorsteinn hefur gefið það til kynna að hann hyggist ekki sækja um aftur eftir sextán ára starf.
Á fundinum var Eyjólfur Sigurðsson, fyrsti maður af K-lista kosinn oddviti og Stefán Grímur Rafnsson frá Betra Sigtúni kjörinn varaoddviti. Listarnir mynda saman meirihluta í hreppsnefndinni.
Fulltrúar Framsóknarflokksins, sem eru í minnihluta, sátu hjá við kjörið.