Auglýst eftir sveitarstjóra á Vopnafirði

thorsteinn steinsson apr13 skorinnHreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps hefur samþykkt að auglýsa starfs sveitarstjóra laust til umsóknar. Tillaga þess efnis var samþykkt á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar í síðustu viku.

Sömuleiðis var samþykkt að semja við fráfarandi sveitarstjóra, Þorstein Steinsson, að gegna starfinu tímabundið á meðan auglýst verður eftir arftakanum.

Þorsteinn hefur gefið það til kynna að hann hyggist ekki sækja um aftur eftir sextán ára starf.

Á fundinum var Eyjólfur Sigurðsson, fyrsti maður af K-lista kosinn oddviti og Stefán Grímur Rafnsson frá Betra Sigtúni kjörinn varaoddviti. Listarnir mynda saman meirihluta í hreppsnefndinni.

Fulltrúar Framsóknarflokksins, sem eru í minnihluta, sátu hjá við kjörið.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.