Raforka: Dreifikerfið verður að geta þjónað íbúum fjórðungsins
Sveitastjórnarmenn á Austurlandi hafa áhyggjur af dreifikerfi raforku á svæðinu. Á Héraði vilja menn samstillt átak Austfirðinga til að vinna að úrbótum.Vakin var athygli á málinu fyrir skemmstu með ályktun fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.
Þar er ítrekað mikilvægi þess að dreifikerfið sé þannig uppbyggt að það geti þjónað íbúum á fyrirtækjum á svæðinu.
Eins og Austurfrétt hefur greint frá hafa truflanir í kerfinu skaðleg áhrif á rekstur fyrirtækja auk þess sem rafmagn til fyrirtækja verið skert með tilheyrandi afkasta- og tekjutapi.
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs tók undir ályktunina á fundi sínum fyrir helgi. Bæjarstjóra var falið að kanna hug annarra sveitarfélaga því ráðið telur æskilegt að sveitarfélög í Norðausturkjördæmi taki sig saman um að þrýsta á um úrbætur.