Bruni við útileikhúsið í Selskógi
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 01. júl 2014 13:04 • Uppfært 01. júl 2014 13:04
Slökkvilið Fljótsdalshérað var kallað út laust fyrir hádegi vegna bruna í mannvirki sem áður tilheyrði útileikhúsinu í Selskógi. Vel gekk að slökkva glóðina sem þar hafði kraumað.
Vegfarandi hringdi og lét vita af því að eldur væri laus í torfi og hann væri á leið í uppistöðu. Glóðin logaði í verslun við leikhússvæðið og er líklegt að hún hafi logað nokkuð lengi.
Þrír bitar brunnu í versluninni. Slökkvistarf gekk vel og þurfti aðeins tækjabíl slökkviliðsins á vettvang inni í miðjum skógi.
Þetta mun vera í fjórða sinn sem slökkviliðið er kallað til á þessu svæði.