Fjarðará í ham – Myndband
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 02. júl 2014 17:37 • Uppfært 02. júl 2014 17:38
Fjarðará í Seyðisfirði var í miklum ham í morgun eins og fleiri austfirsk vatnsföll. Áin hefur þó heldur róast seinni partinn eftir hádegið enda hefur rigningunni létt.
Hlýtt, blautt og bálhvasst var á Fjarðarheiði í nótt. Áhrif þess sáust vel á Fjarðará þegar Seyðfirðingar komu á fætur í morgun og framundir hádegi. Seinni partinn hefur rigningunni létt og aðeins gengið á með skúrum.
Helgi Haraldsson tók meðfylgjandi myndband um hádegi.