Samtök iðnaðarins: Austurland öðrum landsvæðum til eftirbreytni

si hugvangur 0003 webStjórn Samtaka iðnaðarins telur mikil tækifæri felast í frekari uppbyggingu iðnaðar á Austurlandi. Stjórnin heimsótti nýverið fjórðunginn og kynnti sér atvinnustarfsemi þar í leiðinni.

Í frétt á vef samtakanna segir að „mikill kraftur og bjartsýni" einkenni viðmælendur á svæðinu. Undanfarinn áratug hafi þar orðið „stórkostlegar breytingar á atvinnulífinu" sem byggist á iðnaði og tæknivæðingu.

Þar séu nú fyrirtæki sem eru í fremstu röð í sinni grein og sérstaklega er tekið fram hversu vel hafi tekist að tengja starf Verkmenntaskóla Austurlands við fyrirtæki á svæðinu. „Þetta ætti að vera öðrum landsvæðum til eftirbreytni," segir í fréttinni.

Í ályktun frá stjórnarfundi sem haldinn var í ferðinni segir að samtökin telji „mikil vaxtartækifæri felast í frekari uppbyggingu iðnaðar á Austurlandi" til dæmis í tengslum við orkuiðnað og matvælavinnslu.

Sterkir innviðir, svo sem bættar samgöngur, menntun og heilbrigðisþjónusta eru hluti af því.

„Samtökin benda á mikilvægi þess að stjórnvöld komi einnig að þessu með því að tryggja góð almenn starfsskilyrði, örugga orkuöflun, virkan útboðsmarkað og að fram fari uppbyggileg umræða um atvinnulífið á faglegum grunni."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.