Fáar útstrikanir á Seyðisfirði
Alls var þrettán sinnum strikað yfir nöfn á framboðslistum á Seyðisfirði í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Þorri útstrikananna var á lista Framsóknarflokksins.Þrisvar sinnum var strikað yfir nöfn Örvars Jóhannssonar og Ólu B. Magnúsdóttir en tvisvar yfir nafn Unnars Sveinlaugssonar og einu sinni yfir Sigríði Stefánsdóttur.
Athygli vekur að oddvitinn og bæjarstjórinn Vilhjálmur Jónsson fékk enga útstrikun. Ekki var heldur strikað yfir forustumenn Sjálfstæðisflokksins en þar var einu sinni strikað yfir nafn Adolfs Guðmundssonar.
Á lista Seyðisfjarðarlistans var tvisvar strikað yfir nafn oddvitans Elfu Hlínar Pétursdóttur ot einu sinni yfir Símon Þór Gunnarsson.