Kauptún: Ljóst að búðin verður lokuð í nokkra daga

kauptun vpfj bruni14072014 jons webFulltrúar tryggingafélags verslunarinnar Kauptún á Vopnafirði meta nú tjónið sem varð í bruna í versluninni í nótt. Verslunarstjórinn segir ljóst að búðin verði lokuð í nokkra daga en heimamenn séu boðnir og búnir að aðstoða við að koma henni í gang sem fyrst.

„Það er allt tryggt hjá okkur en þeir eru að meta skaðann," segir Nikulás Árnason, verslunarstjóri Kauptúns.

Eldsins varð vart rétt fyrir klukkan fimm í nótt á lager verslunarinnar. Slökkviliðið kom stuttu síðar á staðinn og var búið að slökkva hann um hálf sex.

Lögreglan leitaði að vísbendingum um upptök eldsins í morgun og fulltrúar frá tryggingafélagi Kauptúns lögðu mat á skaðann eftir hádegið.

„Eldurinn var staðbundinn en reykurinn fór út um allt og skemmdirnar liggja í honum," segir Nikulás. Stefnt er að því að hreinsunarstarf hefjist í kvöld eða fyrramálið en óljóst er hversu langt sé þar til búðin opni á ný. „Þetta tekur einhverja daga."

Hann segist hafa fengið jákvæð viðbrögð frá bæjarbúum. „Það eru allir tilbúnir til að aðstoða til að koma þessu í gang aftur."

Mynd: Jón Sigurðarson

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.