Næst hlýjasti júnímánuður sem mælst hefur á Egilsstöðum
Nýliðinn júnímánuður er sá næst heitasti sem mælst hefur á Egilsstöðum í þau sextíu ár sem veðurgögnum hefur verið safnað þar. Mánuðurinn var heilt yfir hlýr en úrkomusamur á sunnan- og vestanlands.Þetta kemur fram í samantekt Veðurstofu Íslands fyrir mánuðinn.
Meðalhitinn á Egilsstöðum voru 11,2°C eða rúmum 2°C heitara hlýrra heldur en í meðalári. Á Teigarhorni var meðalhitinn 9°C sem gerir mánuðinn þann fimmta heitasta í sinni röð í þau 142 ár sem veðurgögnum hefur safnað þar.
Á Dalatanga var meðalhitinn 7,9°C sem gerir hann sem skilar honum í 6.-7. sæti í þau 76 ár sem mælingar hafa þar staðið yfir.
Í Stykkishólmi varð mánuðurinn sá hlýjasti sem mælst hefur og tölurnar fyrir Reykjavík og Akureyri voru einnig háar. Meðalhiti í mánuðinum var sá sami í Reykjavík og á Egilsstöðum. Hæsti hiti mánaðarins á mannaðri stöð var á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði, 21,2 stig þann 13.
Austurland skartaði einnig nokkrum af lægstu hitatölunum. Stöðin á Eyjabökkum var sú eina þar sem hitinn var undir meðallagi síðustu tíu ára og í Seley var hitinn aðeins rétt yfir meðallagi. Þar var lægsti meðalhiti á láglendi, 6,5 stig.
Lægsti meðalhiti mánáðarins var á Brúarjökli, 3,2 stig. Þar mældist einnig lægsti hitinn, -0,8 stig.
Í tölum kemur fram að úrkoma hafa verið meiri í Reykjavík og á Akureyri og sólskinsstundir að sama skapi færri heldur en í meðalári. Slíkar tölur eru ekki teknar saman fyrir austfirsku veðurstöðvarnar.