Skip to main content

Hreindýraveiðitímabilið hafið: Fyrstu tarfarnir felldir á miðnætti

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 15. júl 2014 10:00Uppfært 16. júl 2014 13:42

hreindyr vor08Veiðitímabil hreindýra hófst á miðnætti og voru tveir tarfar felldir um það leiti. Heimilt er að veiða alls 1277 dýr í ár.


Veiðimaður með Eiði Gísla Guðmundssyni felldi þá tarf við Teigarhorn og á sama tíma felldi veiðimaður á ferð með Magnúsi Karlssyni í Sandfelli í Skriðdal dýr.

Að því er fram kemur í veiðifréttum frá Umhverfisstofnun voru tveir aðrir tarfar felldir í nótt þrátt fyrir að þoka birgði mönnum sýn á fjörðunum.

Í ár er heimilt að veiða 1277 dýr, 627 tarfa og 650 kýr. Fyrstu tvær vikurnar má aðeins veiða tarfa en kýr frá og með 1. ágúst. Veiðitímabilið stendur til 15. september nema að heimilt verður að veiða kýr til 20. september.

Leiðrétt 16.7: Réttar veiðiupplýsingar fyrir 2014.