Makrílvertíðin hafin

svn logoAustfirsku skipin eru farin til veiða á makríl. Hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað hófst hún óvenju seint en beðið var eftir að makríllinn fitnaði þannig hann hentaði betur til manneldis.

Vinnsla hófst hjá Síldarvinnslunni á laugardag. Þar hefur verið bætt við starfsmönnum til að hafa undan á vertíðinni að því er fram kemur í frétt á vef fyrirtækisins.

Makríl – og síldarvertíðin er þar fremur seint á ferðinni miðað við síðustu ár. Ástæðurnar eru tvær: annars vegar hafa menn beðið eftir betri makríl, hins vegar er síldarkvótinn minni.

Börkur og Beitir héldu til veiða seinni hluta síðustu viku. Landað var úr báðum skipunum í gær, 550 tonnum úr Beiti og 450 tonnum úr Berki sem veidd voru í Hvalbakshollinu.

Skip HB Granda héldu nokkrum dögum fyrr til veiða en þau landa meðal annars á Vopnafirði. Þar er unnið allan sólarhringinn í fiskiðjunni.

Á Fáskrúðsfirði landaði Ljósafellið síðasta bolfiski fiskveiðiársins í gær. Aflinn var 60 tonn, aðallega ufsi. Skipið á eftir að klára makrílkvótann í sumar og fer fljótlega í það.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.