Skip to main content

Makrílvertíðin hafin

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 15. júl 2014 11:43Uppfært 15. júl 2014 11:43

svn logoAustfirsku skipin eru farin til veiða á makríl. Hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað hófst hún óvenju seint en beðið var eftir að makríllinn fitnaði þannig hann hentaði betur til manneldis.


Vinnsla hófst hjá Síldarvinnslunni á laugardag. Þar hefur verið bætt við starfsmönnum til að hafa undan á vertíðinni að því er fram kemur í frétt á vef fyrirtækisins.

Makríl – og síldarvertíðin er þar fremur seint á ferðinni miðað við síðustu ár. Ástæðurnar eru tvær: annars vegar hafa menn beðið eftir betri makríl, hins vegar er síldarkvótinn minni.

Börkur og Beitir héldu til veiða seinni hluta síðustu viku. Landað var úr báðum skipunum í gær, 550 tonnum úr Beiti og 450 tonnum úr Berki sem veidd voru í Hvalbakshollinu.

Skip HB Granda héldu nokkrum dögum fyrr til veiða en þau landa meðal annars á Vopnafirði. Þar er unnið allan sólarhringinn í fiskiðjunni.

Á Fáskrúðsfirði landaði Ljósafellið síðasta bolfiski fiskveiðiársins í gær. Aflinn var 60 tonn, aðallega ufsi. Skipið á eftir að klára makrílkvótann í sumar og fer fljótlega í það.