Gæsaveiðum í Vatnajökulsþjóðgarði seinkar
Gæsaveiðum á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs hefur verið frestað um tíu daga. Ástæðan er að varp var síðar á ferðinni í vor en í venjulegu árferði.Þetta kemur fram í tilkynningu frá þjóðgarðsverði. Veiðarnar eiga að hefjast 20. ágúst en þjóðgarðsvörður hefur heimild til að fresta þeim til 1. september sé það mat „viðurkenndra aðila" að gæsin verði ekki tilbúin til veiða.
Þessu ákvæði er beitt nú. Vegna mikilla snjóa í vetur var varp síðar á ferðinni í vor og gæsin því ekki tilbúin til veiða.