Skip to main content

Gæsaveiðum í Vatnajökulsþjóðgarði seinkar

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 15. júl 2014 13:22Uppfært 15. júl 2014 13:22

gaesir juni14Gæsaveiðum á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs hefur verið frestað um tíu daga. Ástæðan er að varp var síðar á ferðinni í vor en í venjulegu árferði.


Þetta kemur fram í tilkynningu frá þjóðgarðsverði. Veiðarnar eiga að hefjast 20. ágúst en þjóðgarðsvörður hefur heimild til að fresta þeim til 1. september sé það mat „viðurkenndra aðila" að gæsin verði ekki tilbúin til veiða.

Þessu ákvæði er beitt nú. Vegna mikilla snjóa í vetur var varp síðar á ferðinni í vor og gæsin því ekki tilbúin til veiða.