Útlit fyrir að Uta fari í vikunni

uta rfj 0001 webÚtlit er fyrir að flutningaskipið Uta, sem kyrrsett hefur verið á Reyðarfirði undanfarinn mánuð, fari þaðan síðar í vikunni eftir að áhöfninni fékk ógreidd laun í dag.

Þetta staðfesti Jónas Garðarsson, eftirlitsfulltrúi IFT – alþjóðaflutningasambandsins í samtali við Austurfrétt.

Útgerð skipsins skuldaði tólf manna áhöfninni rúmlega mánaðarlaun sem greidd voru í gegnum skiptastjóra í Þýskalandi.

Skipið var kyrrsett í Mjóeyrarhöfn vegna erlendra olíuskulda þann 18. júní. Það var síðar flutt til Reyðarfjarðar þar sem það hefur verið. Áhöfnin hefur allan tíman verið um borð og farið þokkalega um hana, að sögn Jónasar.

Örlög Uta eru hins vegar óljós. Þýsk útgerð skipsins er gjaldþrota en eftir því sem Austurfrétt kemst næst stendur til að sigla því til Breman þar sem það verður að líkindum boðið upp.

Uta var í siglingum fyrir hollenska skipafélagið CargoW sem sér um siglingar fyrir Alcoa í Norður-Evrópu.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.