Þorsteinn Steinsson ráðinn á Grundarfjörð

thorsteinn steinsson apr13 skorinnÞorsteinn Steinsson, fráfarandi sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, hefur verið ráðinn sveitarstjóri Grundarfjarðar. Þorsteinn hefur verið á Vopnafirði undanfarin sextán ár.

Bæjarstjórn Grundarfjarðar gekk frá ráðningunni á fundi sínum í gærkvöldi. Í fundargerðinni kemur fram að 24 hafi sótt um starfið en þrír dregið umsóknina til baka.

Fjórir voru síðan boðaðir í viðtal og að þeim loknum var niðurstaðan sú að Þorsteinn þætti best til starfsins fallinn. Ráðningarstofan Hagvangur aðstoðaði við ráðningarferlið.

Þorsteinn hefur verið sveitarstjóri á Vopnafirði frá árinu 1998. Hann varð sextugur í febrúar og gaf fyrir kosningar út að hann hygðist breyta til að þeim loknum. Gert er ráð fyrir að hann taki til starfa á nýjum stað um miðjan ágúst.

Á Vopnafirði hefur verið auglýst eftir nýjum sveitarstjóra en umsóknarfresturinn rennur út á mánudag.

Ólafur Áki Ragnarsson, fulltrúi sveitarstjórnarmála hjá Austurbrú, sótti einnig um starfið á Grundarfirði.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.