Þorsteinn Steinsson ráðinn á Grundarfjörð
Þorsteinn Steinsson, fráfarandi sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, hefur verið ráðinn sveitarstjóri Grundarfjarðar. Þorsteinn hefur verið á Vopnafirði undanfarin sextán ár.Bæjarstjórn Grundarfjarðar gekk frá ráðningunni á fundi sínum í gærkvöldi. Í fundargerðinni kemur fram að 24 hafi sótt um starfið en þrír dregið umsóknina til baka.
Fjórir voru síðan boðaðir í viðtal og að þeim loknum var niðurstaðan sú að Þorsteinn þætti best til starfsins fallinn. Ráðningarstofan Hagvangur aðstoðaði við ráðningarferlið.
Þorsteinn hefur verið sveitarstjóri á Vopnafirði frá árinu 1998. Hann varð sextugur í febrúar og gaf fyrir kosningar út að hann hygðist breyta til að þeim loknum. Gert er ráð fyrir að hann taki til starfa á nýjum stað um miðjan ágúst.
Á Vopnafirði hefur verið auglýst eftir nýjum sveitarstjóra en umsóknarfresturinn rennur út á mánudag.
Ólafur Áki Ragnarsson, fulltrúi sveitarstjórnarmála hjá Austurbrú, sótti einnig um starfið á Grundarfirði.