Jakob áfram oddviti Borgarfjarðarhrepps
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 21. júl 2014 14:03 • Uppfært 21. júl 2014 14:04
Jakob Sigurðsson verður áfram oddviti Borgarfjarðarhrepps. Hann fékk flest atkvæði í hreppsnefndarkosningum þar í vor.
Kosið var í oddvitaembættið til fjögurra ára á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar og fékk Jakob öll atkvæðin.
Ólafur Hallgrímsson var kjörinn varaoddviti. Þá hefur verið gengið frá ráðningu Jóns Þórðarsonar áfram sem sveitarstjóra, en hann situr einnig í hreppsnefndinni.