Skip to main content

Fyrrum rekstrarfélag Hótels Tanga tekið til gjaldþrotaskipta

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 22. júl 2014 10:29Uppfært 22. júl 2014 10:31

hotel tangi webHáahraun ehf., fyrrum rekstrarfélag Hótels Tanga á Vopnafirði, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Nýir rekstraraðilar eru teknir við rekstri hótelsins.


Frá gjaldþrotinu er greint í Lögbirtingablaðinu en samkvæmt ársreikningaskrá Ríkisskattstjóra var ársreikningi fyrir Háahraun síðast skilað árið 2010.

Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps reyndi í vetur að selja hótelbygginguna. Sveitarfélagið á fasteignina í gegnum Arnarvatn ehf. sem á sínum tíma var stofnað til að halda utan um lagfæringar á húsinu.

Í ársreikningi Vopnafjarðarhrepps fyrir síðasta ár kemur fram að tap á rekstri Arnarvatns hafi verið 2,5 milljónir króna. Þar kemur einnig fram að skuldir félagsins umfram eignir séu 33 milljónir króna.

Eftir að sveitarstjórnin taldi fullreynt í vor að selja hótelið var gengið til samninga við eigendur Ollasjoppu um að sjá um reksturinn hótelsins í sumar, sem þeir hafa og gert.

Mynd: Örn Björnsson