Breytingar í vinnslusal Vísis á Djúpavogi

djupivogurBreytingar hafa staðið yfir síðustu vikur í vinnslusal Vísis á Djúpavogi þar sem fiskvinnslutæki hafa verið tekin niður og send suður til Grindavíkur. Önnur koma í staðinn en vinnslan verður einfaldari í sniðum en hún var.

„Þetta er töluverð breyting en það er eðlilegt þegar breytt er um vinnsluaðferð," segir Elís Hlynur Grétarsson, framleiðslustjóri hjá Vísi.

Vörubílar með tækjum hafa að undanförnu sést fara frá hafnarsvæðinu á Djúpavogi. Flökunarvélar og fleira hafa verið þar á meðal en ferðinni er heitið suður til Grindavíkur þar sem fyrirtækið ætlar að styrkja miðstöð vinnslu sinnar.

Elís Hlynur segir hins vegar önnur tæki koma í staðin þótt vinnslan verði einfaldari heldur en hún var.

Slátrun eldislax úr Berufirði hófst hjá Vísi um síðustu mánaðarmót og búð er að slátra rúmum fjörutíu tonnum.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.