Miklar framkvæmdir við malbikun á Austurlandi
Vegagerðin hefur síðustu vikur unnið að viðhaldi á bundnu slitlagi á vegum á Austurlandi. Hámarkshraði er því víða takmarkaður og varað við steinkasti.Verktakinn Borgarverk hefur síðustu daga verið á mið-Austurlandi, á Fagradal og þar áður Fjarðarheiði en viðgerðum á sunnanverðum Austfjörðum er lokið.
Í framhaldinu verður farið á Möðrudalsfjöll og Vopnafjörð. Gert er ráð fyrir að verkinu ljúki fyrir verslunarmannahelgi ef vel viðrar.
Einnig er lokið í ár við brýnustu viðhaldsverkefni á malbiki á þjóðvegum á Egilsstöðum, Reyðarfirði, Eskifirði og Djúpavogi .